Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson mun yfirgefa hollenska félagið AZ Alkmaar þegar samningur hans rennur út í sumar.
Albert, sem er 24 ára gamall, hefur ekki viljað framlengja samning sinn og vill reyna fyrir sér í öðru landi.
Þetta kemur fram í hollenska miðlinum NoordHollands Dagblad.
Albert hefur verið á mála hjá AZ frá því um sumarið 2018 þegar hann kom frá PSV.
Hann á að baki 74 deildarleiki fyrir AZ þar sem hann hefur skorað 17 mörk og lagt upp önnur níu.
Albert hefur þá leikið 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim sex mörk.