Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, getur bætt eitt Íslandsmet og jafnað annað þegar keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst í vor.
Berglind samdi í gær við norsku meistarana Brann til tveggja ára en hún kemur þangað frá Hammarby í Svíþjóð. Brann er ekki eiginlegur meistari en hefur yfirtekið nágrannaliðið Sandviken sem vann norska meistaratitilinn á sannfærandi hátt árið 2021.
Berglind hefur leikið í deildakeppni í fimm löndum, alls staðar í efstu deild, og skorað í þeim öllum. Með Breiðabliki, Fylki og ÍBV á Íslandi, Verona og AC Milan á Ítalíu, PSV í Hollandi, Le Havre í Frakklandi og Hammarby í Svíþjóð. Hún er eina íslenska konan sem hefur skorað í fimm löndum.
Ein kona hefur hinsvegar þegar leikið í sex löndum og Berglind jafnar því met hennar. Það er Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Selfyssinga.
Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.