Nígería hafði betur gegn Egyptalandi, 1:0, er landslið þjóðanna leiddu saman hesta sína á Afríkumótinu í fótbolta í Kamerún í dag.
Kelechi Iheanacho, framherji Leicester á Englandi, skoraði sigurmarkið á 30. mínútu er hann kláraði vel í teignum eftir sendingu frá Joe Aribo.
Mohamed Salah, fyrirliði Egypta og stjarna hjá Liverpool, fékk besta færi Egyptalands en Maduka Okoye í marki Nígeríu varði glæsilega frá honum á 71. mínútu.
Gínea-Bissá og Súdan mætast síðar í kvöld í sama riðli.