Franska knattspyrnufélagið Lyon heldur áfram að fjalla um endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða í leikmannahópinn og hefur birt myndskeið af fyrsta degi hennar.
Þar má sjá Söru ávarpa leikmannahópinn á fundi, æfa í þreksalnum og síðan segir Sara frá því hvernig sé að koma aftur eftir barnsburð og hvernig hún ætli að byggja sig upp dag frá degi með það að markmiði að spila á ný með Lyon.
Myndskeiðið er í Twitter-færslunni hér fyrir neðan:
𝖶𝖾𝗅𝖼𝗈𝗆𝖾 𝖻𝖺𝖼𝗄 @sarabjork18 👋
— OL Féminin (@OLfeminin) January 11, 2022
Plongez au cœur de la reprise de notre Islandaise et retrouvez ses premiers mots depuis son retour à Lyon ! 🔴🔵
Toutes les images exclusives sont sur @OLPLAY_Officiel 👉 https://t.co/6BIUBFos6p pic.twitter.com/li8wNHXhBb