Athletic Bilbao tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistarakeppni Spánar í fótbolta með 2:1-sigri á Atlético Madrid í kvöld en keppnin fer fram í Sádi-Arabíu.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Unai Simón, markvörður Bilbao, Atlético yfir með sjálfsmarki. Yeray Álvarez jafnaði á 77. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Nico Williams sigurmarkið. José Giménez fékk svo beint rautt spjald hjá Atlético í uppbótartíma.
Athletic Bilbao mætir Real Madrid í úrslitum en Madrídarliðið hafði betur gegn Barcelona í hinum undanúrslitaleiknum í gær.