AC Milan er komið áfram í átta liða úrslit ítalska bikarsins í fótbolta eftir 3:1-heimasigur á Genoa í 16-liða úrslitunum í kvöld.
Norðmaðurinn Leo Østigård kom Genoa yfir á 17. mínútu en franski framherjinn Olivier Giroud jafnaði á 74. mínútu og tryggði AC Milan framlengingu.
Þar voru heimamenn sterkari og Rafael Leao kom Milan yfir á 102. mínútu og Alexis Saelemaekers bætti við þriðja markinu á 112. mínútu og þar við sat.