Kamerún tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta á heimavelli eftir 4:1-sigur á Eþíópíu í dag.
Framherjinn Vincent Aboubakar skoraði tvö mörk annan leikinn í röð og er hann markahæstur á mótinu með fjögur mörk. Karl Ekambi gerði einnig tvö mörk fyrir Kamerún en Dawa Hotessa kom Eþíópíu óvænt yfir snemma leiks.
Hálfleikstölur voru 1:1 eftir að Ekambi jafnaði og þeir Ekambi og Aboubakar sáu til þess að Kamerún vann að lokum öruggan sigur.