Ítalska knattspyrnufélagið Venezia tilkynnti í dag að kantmaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason hefði verið lánaður til C-deildarliðsins Catanzaro og myndi leika með því út þetta tímabil.
Bjarki, sem er 21 árs gamall, leikur sitt annað tímabil með Venezia en hann spilaði 10 leiki í B-deildinni í fyrra og lék dögunum sinn fyrsta leik í A-deildinni. Áður hafði hann verið í byrjunarliði í bikarleik í vetur. Hann er samningsbundinn Venezia til ársins 2024 en hann kom þangað frá ÍA sumarið 2020.
Catanzaro er í sjöunda sæti af 20 liðum í suðurriðli ítölsku C-deildarinnar, einum þriggja riðla deildarinnar, og verður mjög líklega í umspili í vor um sæti í B-deildinni en þangað komast liðin sem eru í tíu efstu sætunum. Liðið er frá samnefndri 90 þúsund manna borg á suðurströnd Ítalíu