Sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang hefur ekki getað leikið með Gabon á Afríkumótinu í fótbolta til þessa vegna heilsufarsvandamála.
Aubameyang missti af 1:0-sigrinum á Kómorós í fyrsta leik Gabon á mótinu þar sem hann greindist með kórónuveiruna. Hann lék svo ekki við Gana í gær vegna lítilsháttar hjartavandamála vegna smitsins.
Patrice Neveu, landsliðsþjálfari Gabon, sagði á blaðamannafundi eftir leik að um lítilsháttar vandamál væri að ræða og Aubameyang gæti tekið þátt í næsta leik Gabon í keppninni.