Lewandowski gerði þrennu

Robert Lewandowski skorar þriðja mark sitt í dag.
Robert Lewandowski skorar þriðja mark sitt í dag. AFP

Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski er búinn að finna markaskóna á nýju ári en hann gerði þrjú mörk fyrir Bayern München í öruggum 4:0-útisigri á Köln í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Lewandowski kom Bayern yfir á 9. mínútu og Corentin Tolisso bætti við marki á 25. mínútu og var staðan í hálfleik 2:0. Lewandowski bætti við öðru marki sínu á 62. mínútu og því þriðja á 74. mínútu.

Bayern er í toppsæti deildarinnar með 46 stig, sex stigum á undan Dortmund í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert