Nani samdi við Íslendingaliðið

Nani og sir Alex Ferguson voru sigursælir hjá Manchester United.
Nani og sir Alex Ferguson voru sigursælir hjá Manchester United. AFP

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Nani, sem lék á sínum tíma fyrir Manchester United, hefur skrifað undir samning við Íslendingaliðið Venezia á Ítalíu.

Nani skrifar undir samning út næsta tímabil en hann lék síðast fyrir Orlando City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Nani gerði garðinn frægan hjá Manchester United en hann lék fyrir enska stórveldið á árunum 2007-2015. Með United vann hann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, enska deildabikarinn tvisvar, Meistaradeildina einu sinni og HM félagsliða einu sinni.

Á ferli sínum hefur Nani einnig leikið fyrir Sporting, Fenerbache, Valencia og Lazio. Fróðlegt verður að sjá hvort þessi 35 ára gamli leikmaður nái að hjálpa Venezia í baráttunni í ítölsku A-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert