Stórliðið aftur á sigurbraut

Kylian Mbappé fagnar vel í kvöld.
Kylian Mbappé fagnar vel í kvöld. AFP

París SG er komið aftur á sigurbraut í frönsku 1. deildinni í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Stade Brest í kvöld.

Franska stórstjarnan Kylian Mbappé kom Parísarliðinu yfir á 32. mínútu og Thilo Kehrer gulltryggði 2:0-sigur snemma í seinni hálfleik.

Sigurinn er sá fyrsti á nýju ári hjá PSG en liðið hafði gert tvö jafntefli í röð í deildinni. Lionel Messi og Neymar léku ekki með PSG, Neymar er meiddur og Messi fékk kórónuveiruna á dögunum.

PSG er í toppsæti deildarinnar með 50 stig, ellefu stigum meira en Nice sem er í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert