Franskt stórlið í félagsskiptabann

Pape Gueye í leik gegn Galatasaray.
Pape Gueye í leik gegn Galatasaray. AFP

Franska liðið Marseille, sem er annað tveggja sigursælustu liða Frakklands frá upphafi, hefur verið dæmt í félagsskiptabann næstu tvo félagsskiptaglugga af alþjóða knattspyrnusambandinu.

Bannið er til komið vegna félagsskipta Pape Gueye sem skrifaði undir samning við félagið árið 2020. Gueye hafði þá skömmu áður skrifað undir samning við enska liðið Watford og hefur Marseille nú verið dæmt fyrir að beita ólöglegum aðferðum við félagsskiptin.

Pape Gueye var einnig dæmdur í fjögurra mánaða keppnisbann en hann átti að vera í eldlínunni með Senegal í Afríkukeppninni í mánuðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert