Nígería í 16-liða úrslit

Chukwueze í leik gærdagsins.
Chukwueze í leik gærdagsins. AFP

Nígería tryggði sér í gær farseðil í 16-liða úrslit Afríkukeppninnar með 3:1 sigri á Súdan.

Samuel Chukwueze, leikmaður Villareal á Spáni kom Nígeríu yfir strax á þriðju mínútu leiksins áður en Taiwo Awoniyi, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Union Berlin í Þýskalandi tvöfaldaði forystuna á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Það var svo Moses Simon, leikmaður Nantes í Frakklandi sem kom Nígeríu í 3:0 en Walieldin Khidir, leikmaður Al-Hilal Omdurman í heimalandinu klóraði í bakkann úr vítaspyrnu á 70. mínútu.

Nígería hefur unnið báða leiki sína í keppninni hingað til en liðið vann Egyptaland í fyrstu umferð. Það verður svo Egyptaland, Gínea-Bissá eða Súdan sem fylgir þeim áfram en Egyptaland vann Gíneu-Bissá í hinum leik riðilsins í gær.

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert