Real Madrid tryggði sér nafnbótina meistari meistaranna í spænska fótboltanum með 2:0-sigri á Athletic Bilbao í úrslitaleik Meistarakeppninnar í kvöld. Leikið var í Sádi-Arabíu.
Luka Modric kom Real yfir á 38. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Karim Benzema bætti við öðru marki úr víti á 52. mínútu og þar við sat.
Athletic Bilbao fékk líflínu á 87. mínútu er liðið fékk víti og Éder Militao fékk beint rautt spjald. Thibaut Courtois varði hinsvegar frá Raúl García á vítapunktinum og gulltryggði 2:0-sigur Real.