85.000 miðar seldir í Meistaradeild kvenna

Börsungar eiga titil að verja í Meistaradeildinni.
Börsungar eiga titil að verja í Meistaradeildinni. Ljósmynd/Barcelona

Uppselt er á síðari leik Barcelona og Real Madrid í átta-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu sem fram fer hinn 30. mars í Barcelona.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Madríd hinn 22. mars en Barcelona er ríkjandi meistari í keppninni og á því titil að verja.

Kvennalið Barcelona hefur spilað leiki sína á Johan Cruyff-æfingavellinum þar sem B-lið Barcelona spilar en leikurinn gegn Real Madríd mun fara fram á Nývangi, heimavelli félagsins.

Forráðamenn Barcelona voru tvístíga með það hvort þeir ættu að færa leikinn á Nývang en eftir að ákvörðunin var tekin seldust 50.000 miðar á fyrsta sólahringnum eftir að miðasala á leikinn opnaði.

Síðan þá hafa selst 35.000 miðar í viðbót og má því búast við um 85.000 áhorfendum á völlinn í lok mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert