Heimamenn örugglega í sextán-liða úrslit

Vincent Aboubakar skoraði eina mark Kamerún í dag.
Vincent Aboubakar skoraði eina mark Kamerún í dag. AFP

Kamerún er komið áfram í sextán liða úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir 1:1-jafntefli gegn Grænhöfðaeyjum í lokaumferð A-riðils riðlakeppninnar í Kamerún í dag.

Vincent Aboubakar skoraði eina mark Kamerún í leiknum á 39. mínútu áður en Garry Rodrigues jafnaði metin fyrir Grænhöfðaeyjar á 53. mínútu.

Kamerún endaði með 7 stig í efsta sæti A-riðils en Búrkína Fasó, sem gerði 1:1-jafntefli gegn Eþíópíu á sama tíma, endaði í öðru sæti riðilsins með 4 stig og er einnig komið áfram.

Grænhöfðaeyjar enduðu með 4 stig í þriðja sæti riðilsins og þurfa að bíða enn um sinn en fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti komast áfram í sextán-liða úrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert