Framlengir samninginn í stað þess að fara

Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sænska knattspyrnufélagið Elfsborg hefur framlengt samning sinn við íslenska landsliðsmarkvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson.

Á dögunum kom fram að Midtjylland í Danmörku hefði gert Elfsborg tilboð í Hákon en netmiðillinn Fotbollskanalen segir að sænska félagið hafi svarað því með því að framlengja samning Hákons um eitt ár, frá 2025 til 2026.

Hákon er tvítugur og kom til Elfsborg frá Gróttu síðasta sumar. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Úganda í síðustu viku og varði síðan vítaspyrnu í sínum öðrum landsleik gegn Suður-Kóreu á laugardaginn.

Uppfært:
Elfsborg hefur staðfest nýjan samning við Hákon til 2026.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert