Knattspyrnudómarinn Salima Mukansanga varð í gær fyrsta konan til þess að dæma leik á Afríkumótinu.
Mukasanga, sem er 34 ára gömul, dæmdi leik Zimbabwe og Gíneu í B-riðli keppninnar en leiknum lauk með 2:1-sigri Zimbabwe.
Dómarinn hefur áður dæmt á stórmóti í knattspyrnu en hún dæmdi meðal annars á HM kvenna árið 2019 í Frakklandi.
Mukansanga á framtíðina fyrir sér en hún er fædd í Rúanda.