Mohamed Abdelmoneim reyndist hetja Egyptalands þegar liðið vann 1:0-sigur gegn Súdan í D-riðli Afríkumótsins í knattspyrnu í Kamerún í kvöld.
Abdelmoneim skoraði sigurmark leiksins á 35. mínútu en Egyptaland endaði í öðru sæti riðilsins með 6 stig og er komið áfram í sextán-liða úrslit keppninnar.
Þá er Nígería einnig komið áfram úr D-riðlinum í útsláttakeppnina með fullt hús stiga eða 9 stig eftir 2:0-sigur gegn Gíneu-Bissá þar sem þeir Umar Sadiq og William Troost-Ekong skoruðu mörk Nígeríu.