Alsír er úr leik á Afríkumótinu í knattspyrnu eftir tap gegn Fílabeinsströndinni í E-riðli keppninnar í Kamerún í dag.
Leiknum lauk með 3:1-sigri Fílabeinsstrandarinnar þar sem Franck Kessie, Ibrahim Sangare og Nicolas Pépé skoruðu mörk Fílabeinsstrandarinnar.
Fílabeinsströndin hafnaði í efsta sæti riðilsins og er komin áfram í sextán-liða úrslit keppninnar en Alsír, sem átti titil að verja á mótinu, er úr leik.
Þá er Miðbaugs-Gínea einnig komin áfram í sextán-liða úrslitin eftir 1:0-sigur gegn Síerra Leóne þar sem Pablo Ganet skoraði sigurmark leiksins á 38. mínútu.