Kristian Nökkvi Hlynsson var á skotskónum í stórsigri Ajax gegn Excelsior Maassluis í 16-liða úrslitum hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í Amsterdam í kvöld.
Leiknum lauk með 9:0-sigri Ajax en Kristian Nökkvi skoraði sjöunda mark Ajax á 64. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik.
Þetta var hans annað mark fyrir aðallið Ajax í sínum öðrum leik fyrir aðalliðið en hann var einnig á skotskónum í bikarsigri gegn Barendrecht í desember.