Borussia Dortmund minnkaði forskot Bayern München á toppi þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í dag niður í þrjú stig með 3:2-útisigri á Hoffenheim. Sigurinn er sá þriðji í röð í deildinni hjá Dortmund.
Norska markavélin Erling Braut Haaland kom Dortmund yfir strax á 6. mínútu en Andrej Kramaric jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi 1:1.
Marco Reus kom Dortmund í 2:1 á 58. mínútu og David Raum breytti stöðunni í 3:1 er hann skoraði sjálfsmark. Georginio Rutter minnkaði muninn á 77. mínútu og þar við sat.
Bayern er enn í toppsætinu með 46 stig og á leik til góða gegn Herthu Berlin á morgun.