Barcelona þurfti að hafa fyrir 1:0-útisigri á Alavés er liðin mættust á heimavelli síðarnefnda liðsins í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.
Stefndi allt í markalaust jafntefli þegar hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong skoraði sigurmarkið á 87. mínútu eftir stoðsendingu frá Ferrán Torres sem kom til Barcelona frá Manchester City á dögunum.
Barcelona er í sjöunda sæti með 32 stig, en aðeins fjórum stigum frá Atlético Madrid sem er í fjórða sæti. Alavés er í 19. og næstneðsta sæti með 17 stig.