Stórliðin AC Milan og Juventus skiptu með sér stigunum er þau mættust í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld á San Siro-vellinum í Mílanóborg. Varð niðurstaðan markalaust jafntefli.
Liðunum gekk illa að skapa sér færi í jöfnum og frekar lokuðum leik. Milan komst þó nær því að skora því liðið átti fjögur skot á markið gegn engu hjá Juventus.
Inter Mílanó er í toppsætinu með 53 stig, fjórum stigum meira en Napólí og AC Milan sem eru í öðru og þriðja sæti. Atalanta er í fjórða með 43 stig og Juventus í fimmta með 42 stig.