París SG vann sannfærandi 4:0-heimasigur á Reims í frönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Parísarliðið er nú með 50 stig og átta stiga forystu á Nice á toppi deildarinnar.
Marco Veratti skoraði eina mark fyrri hálfleiks og þeir Sergio Ramos og Danilo Pereira komust einnig á blað. Þriðja markið var sjálfsmark hjá Wout Faes.
Lionel Messi kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og lék sínar fyrstu mínútur eftir að hafa greinst með kórónuveiruna fyrr í mánuðinum.