Óvissa ríkir um hversu alvarlegum meiðslum norski markahrókurinn Erling Haaland varð fyrir í leik með Dortmund gegn Leverkusen í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina.
Haaland þurfti að fara af velli eftir að hafa tognað í miðjum spretti. Á heimasíðu Dortmund segir að um vandamál í vöðva sé að ræða og Norðmaðurinn eigi eftir að fara í ítarlegri rannsóknri á næstu dögum.
Bild segir hinsvegar að óttast sé um að meiðslin séu mjög alvarleg og Haaland hafi rifið vöðva. Það sé veik von hjá Dortmund að Haaland verði tilbúinn í slaginn í næsta leik sem er gegn Leverkusen 6. febrúar.
Haaland, sem er orðaður við mörg af sterkustu liðum Evrópu, er þriðji markahæstu í þýsku 1. deildinni í vetur með 16 mörk fyrir Dortmund en hann hefur þó aðeins spilað 14 af 20 leikjum liðsins í deildinni. Á síðasta tímabili skoraði hann 27 mörk í deildinni.