Íslenskt mark í Kaupmannahöfn

Orri Steinn Óskarsson var á skotskónum í dag.
Orri Steinn Óskarsson var á skotskónum í dag. Ljósmynd/Köbenhavn

Orri Steinn Óskarsson var á skotskónum fyrir Köbenhavn þegar liðið vann 3:2-sigur gegn Helsingör í æfingaleik á Parken í Kaupmannahöfn í dag.

Orri Steinn skoraði annað mark leiksins á 75. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik en þetta var hans annað mark fyrir félagið á undirbúningstímabilinu í sínum öðrum leik fyrir aðallið félagsins.

Markið kom eftir sendingu frá Hákoni Arnari Haraldssyni sem kom einnig inn á sem varamaður í hálfleik.

William Böving skoraði þriðja mark Köbenhavn í leiknum á 90. mínútu eftir sendingu Ísaks Bergmanns Jóhannessonar sem lék allan leikinn með Kaupmannahafnarliðinu.

Keppni í dönsku úr­vals­deild­inni hefst á nýj­an leik hinn 18. fe­brú­ar eft­ir vetr­ar­frí en Kö­ben­havn er í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 33 stig, tveim­ur stig­um minna en topplið Midtjyl­l­and.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert