Lecce komst í kvöld í efsta sæti ítölsku B-deildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Vicenza á heimavelli sínum, 2:1.
Lecce er komið með 40 stig á toppnum og fór uppfyrir Pisa, lið Hjartar Hermannssonar, sem er nú í öðru sæti með 39 stig.
Þórir Jóhann Helgason var meðal varamanna Lecce og var skipt inn á eftir 86 mínútna leik. Davíð Snær Jóhannsson er nýkominn til liðs við Lecce frá Keflavík og var ekki í leikmannahópnum í kvöld.