Salah skaut Egyptum í átta liða úrslit

Mohamed Salah sækir að varnarmanni Fílabeinsstrandarinnar í leiknum í kvöld.
Mohamed Salah sækir að varnarmanni Fílabeinsstrandarinnar í leiknum í kvöld. AFP

Mohamed Salah og samherjar hans í landsliði Egyptalands sluppu áfram í átta liða úrslit Afríkumótsins í Kamerún í kvöld eftir að hafa lagt Fílabeinsströndina að velli eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Ekkert mark var skorað í leiknum og ekki heldur í framlengingunni. Staðan var 0:0 og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Þar brást Eric Bailly, varnarmanni Manchester United, bogalistin í þriðju spyrnu Fílbeinsstrendinga.

Egyptar skoruðu úr öllum sínum spyrnum og Salah tryggði þeim sigurinn og sæti í átta liða úrslitunum með því að skora úr fimmtu og síðustu spyrnunni.

Egyptaland mætir þar með Marokkó í átta liða úrslitunum á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert