Miðbaugs-Gínea vann afar óvæntan sigur á Malí þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í knattspyrnu í Kamerún í gærkvöldi.
Til þess þurfti liðið vítaspyrnukeppni en markalaust var að loknum venjulegum leiktíma og einnig að lokinni framlengingu.
Jesús Owono, tvítugur markvörður Miðbaugs-Gíneu, var hetjan þegar hann varði tvö víti í 6:5 sigri liðsins eftir bráðabana í vítaspyrnukeppninni.
Malí var sterkari aðilinn í leiknum og klúðraði nokkrum dauðafærum en Miðbaugs-Gínea var fast fyrir og hélt leikmönnum Malí vel í skefjum ef undan eru skilin áðurnefnd dauðafæri.
Malí var talið mun sigurstranglegra fyrir leik enda 61 sæti ofar á heimslista FIFA.
Miðbaugs-Gínea er hins vegar komið áfram og mætir Senegal í fjórðungsúrslitunum næstkomandi sunnudag.
Fjórðungsúrslitin í heild sinni:
Gambía - Kamerún 29. janúar
Búrkína Fasó - Túnis 29. janúar
Egyptaland - Marokkó 30. janúar
Senegal - Miðbaugs-Gínea