Búrkína Fasó í undanúrslit

Dango Ouattara skorar eina mark leiksins.
Dango Ouattara skorar eina mark leiksins. AFP

Búrkína Fasó varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér farseðil í undanúrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu með 1:0 sigri gegn Túnis. 

Hinn 19 ára gamli Dango Ouattara, leikmaður Lorient í Frakklandi gerði eina mark leiksins eftir frábæra skyndisókn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þetta var fyrsta landsliðsmark Outtara sem valdi sér svo sannarlega réttan tíma til að skora það. 

Í seinni hálfleik fékk markaskorarinn Ouattara þó rautt spjald og verður því í banni í úrslitaleiknum. Honum var vikið af velli fyrir ljótt olnbogaskot á Ali Maaloul þegar þeir hoppuðu upp í baráttu um skallabolta.

Fyrr í dag tryggði Kamerún sig áfram í undanúrslit eftir sigur gegn Gambíu og á morgun kemur í ljós hvaða lið bætast við. Egyptaland mætir Marokkó klukkan þrjú og annað kvöld eigast Senegal og Miðbaugs-Gínea við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert