Jón Daði kom inná í stórsigri

Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. Ljósmynd/Bolton

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson kom inná sem varamaður fyrir enska knattspyrnuliðið Bolton Wanderers í 6:0 sigri gegn Sunderland í ensku C-deildinni í dag.

Jón gekk til liðs við Bolton í mánuðinum var að spila sinn annan leik fyrir félagið en hann kom einnig af bekknum í sigri liðsins á Shrewsbury fyrir viku síðan. 

Staðan var 4:0 fyrir Bolton þegar Jón Daði kom inn af bekknum á 72. mínútu en liðið bætti við tveimur mörkum eftir það.

Bolton er í 14. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 27 leiki. Liðið hefur þó unnið þrjá leiki í röð og klífa því upp töfluna þessar vikurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert