Kamerún í undanúrslit

Ekambi(nr.12) fagnar fyrra marki sínu í dag ásamt Nicolas Ngamaleu.
Ekambi(nr.12) fagnar fyrra marki sínu í dag ásamt Nicolas Ngamaleu. AFP

Kamerún tryggði sér farseðil í undanúrslit Afríkukeppninnar með 2:0 sigri á Gambíu í dag. Karl Toko Ekambi, sóknarmaður franska liðsins Lyon, gerði bæði mörk Kamerún.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en sá síðari var einungis fimm mínútna gamall þegar Ekambi skoraði fyrra markið. Einungis sjö mínútum síðar tvöfaldaði hann svo forystuna og þar við sat. 

Kamerún er því fyrsta liðið sem tryggir sig inn í undanúrslitin en í kvöld bætist annað hvort Búrkína Fasó eða Túnis við. Á morgun mætast svo Egyptaland og Marokkó annars vegar og Senegal og Miðbaugs-Gínea hins vegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert