Lánsmaðurinn frá United skoraði í fyrsta leik

Diallo í leik með United gegn Young Boys í Meistaradeildinni.
Diallo í leik með United gegn Young Boys í Meistaradeildinni. AFP

Fílbeinsstrendingurinn Amad Diallo, var ekki nema tæpar fimm mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir Rangers í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Hinn 19 ára gamli Diallo, sem er á láni hjá Rangers frá enska liðinu Manchester United, skoraði fyrsta mark leiksins í 3:3 jafntefli gegn Ross County en gestirnir skoruðu jöfnunarmarkið á sjöttu mínútu uppbótartímans. 

Rangers er þrátt fyrir tapið enn á toppi deildarinnar með 56 stig, en nágrannarnir í Celtic eru skammt undan með 51 stig. Celtic getur þó minnkað forskotið niður í tvö stig vinni liðið Dundee í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert