Leikmaður Liverpool klár í slaginn eftir höfuðhögg

Sadio Mané í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum.
Sadio Mané í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum. AFP

Sóknarmaðurinn Sadio Mané er klár í slaginn fyrir senegalska landsliðið er liðið mætir Miðbaugs-Gíneu í átta liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta í Kamerún á morgun.

Mané varð fyrir höfuðmeiðslum í leik Senegal og Grænhöfðaeyja í 16-liða úrslitunum er markvörðurinn Vozinha braut á honum.

Mané þurfti að fara af velli og á sjúkrahús eftir atvikið en meiðslin voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Senegal er komið í átta liða úrslit keppninnar ásamt Búrkína Fasó, Túnis, Miðbaugs-Gíneu, Gambíu, Kamerún, Egyptalandi og Marokkó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert