Spænski vængmaðurinn Adama Traoré er genginn til liðs við Barcelona frá enska knattspyrnuliðinu Wolves en það er blaðamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano sem greinir frá.
Traoré fer til Katalóníu á láni út þetta tímabil en spænska liðið hefur möguleika á að kaupa hann fyrir 30 milljónir evra að láninu loknu. Segir Romano að Traoré og Barcelona hafi nú þegar náð samkomulagi um fimm ára samning í sumar.
Adama er uppalinn hjá Barcelona og er því mættur aftur á heimaslóðir. Hann lék í millitíðinni með Aston Villa, Middlesbrough og Wolves á Englandi. Hann á átta landsleiki fyrir Spán en á ennþá eftir að skora.