Börsungur á leið til Parísar?

Ousmane Dembélé er líklega á leið til PSG.
Ousmane Dembélé er líklega á leið til PSG. AFP

Frakkinn Ousmane Dembélé, vængmaður spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er sagður vera á leið til PSG í heimalandinu áður en félagsskiptaglugginn lokar.

Dembélé, sem hefur verið í miklu meiðslaveseni síðan hann gekk til liðs við Barcelona frá Borussia Dormund árið 2017, virðist loks vera á leið frá félaginu en hann hefur aldrei náð þeim hæðum sem gert var ráð fyrir. Eftir að hafa spilað frábærlega fyrir Dortmund var hann keyptur á yfir 100 milljónir punda til spænska liðsins en nú er talið að hann sé á leið til PSG fyrir ekki nema 20 milljónir punda.

Fari svo að Frakkinn yfirgefi Barcelona, verður hann einn af ófáum leikmönnum sem hafa róað á önnur mið á tímabilinu. Eins og fjallað hefur verið um er spænska liðið í miklum fjárhagsvandræðum og er því hægt og rólega verið að lækka launakostnað þess til að sporna við því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert