María Ólafsdóttir Gros var útnefnd besti leikmaður Celtic í dag þegar liðið sigraði Hamilton 3:0 í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
María leik allan leikinn á hægri kantinum hjá Celtic og lagði upp þriðja mark liðsins og fékk útnefninguna maður leiksins að honum loknum.
Celtic er í þriðja sæti deildarinnar eftir fjórtán leiki með 33 stig en Glasgow City með 38 stig og Rangers með 37 eru í tveimur efstu sætunum og hvorugt þeirra hefur tapað leik í vetur.