Svisslendingur til Juve - losa leikmann til Tottenham í staðinn

Denis Zakaria(t.h.) í landsleik með Sviss.
Denis Zakaria(t.h.) í landsleik með Sviss. AFP

Ítalska knattspyrnuliðið Juventus hefur gengið frá kaupum á Svisslendingnum Denis Zakaria frá Borussia Mönchengladbach.

Kaupverðið er í kringum fimm milljónir evra en leikmaðurinn átti ekki nema sex mánuði eftir af samningi sínum við þýska liðið. Þessi 25 ára gamli miðjumaður skrifar undir samning við Juventus til ársins 2026.

Blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að þetta þýði að miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur yfirgefi Juventus og gangi til liðs við Tottenham á Englandi en leikmennirnir spila sömu stöðu. Bentancur yrði annar leikmaðurinn sem fer frá Juventus til Tottenham í dag en Svíinn Dejan Kulusevski fór sömu leið í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert