Albert Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu er kominn til Genoa á Ítalíu til að gangast undir læknisskoðun hjá Genoa og skrifa undir samning við félagið.
Fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segir frá þessu á heimasíðu sinni og birtir þar myndir af Alberti og fjölskyldu á flugvellinum í Genoa í morgun.
Þar er sagt að Genoa og AZ hafi gengið frá samningum sín á milli í gærkvöld en eins og fram hefur komið er kaupverðið 1,2 milljón evrur.