Aubameyang fer á frjálsri sölu

Pierre-Emerick Aubameyang er á leið til Barcelona.
Pierre-Emerick Aubameyang er á leið til Barcelona. AFP

Arsenal og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að síðarnefnda liðið fái sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang á frjálsri sölu.

Fyrr í dag virtist sem viðræður væru búnar að sigla í strand eftir að félögin komu sér ekki saman um hve stórt hlutfall launa Aubameyang Barcelona myndi borgar á meðan hann væri þar á láni.

Niðurstaðan er hins vegar sú að Aubameyang fer á frjálsri sölu og tekur á sig mikla launalækkun.

Von er á því að hann fari í læknisskoðun hvað á hverju og fari allt vel þar verður hann tilkynntur sem nýr leikmaður Barcelona síðar í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert