Spænski knattspyrnumaðurinn Bryan Gil, sem var keyptur til Tottenham Hotspur síðastliðið sumar, hefur verið lánaður til Valencia í heimalandinu.
Bryan, sem lék á láni hjá Eibar á síðasta tímabili og var svo keyptur frá Sevilla til Tottenham á 25 milljónir evra, hefur alls ekki náð sér á strik á Englandi.
Hinum tvítuga vængmanni hefur hvorki auðnast að skora né leggja upp mark í 20 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu til þess. Í flestum þeirra hefur hann komið inn á sem varamaður.
Nú mun Bryan freista þess að komast aftur á beinu brautina í heimalandinu, en Valencia kynnti hann skemmtilega á twitteraðgangi sínum í dag:
🧙🏼♂️ @OliverPhelps has a new accomplice for his mischief 🪄💫 pic.twitter.com/lknOXXLqZD
— Valencia CF (@valenciacf_en) January 31, 2022