Ramsey kominn til Skotlandsmeistaranna

Aaron Ramsey í leik með velska landsliðinu.
Aaron Ramsey í leik með velska landsliðinu. AFP

Velski knattspyrnumaðurinn Aaron Ramsey er genginn í raðir Skotlandsmeistara Rangers. Kemur hann á láni frá ítalska stórveldinu Juventus.

Ramsey, sem er 31 árs miðjumaður, hefur verið á mála hjá Juventus frá sumrinu 2019 þegar hann kom á frjálsri sölu frá Arsenal.

Hann hefur meira og minna átt við þrálát meiðsli að stríða síðan þá og sér í lagi á þessu tímabili þar sem hann hefur aðeins leikið þrjá deildarleiki.

Ramsey vonast nú til þess að leggja erfiðan tíma að baki sér og koma sér í gott leikform í Skotlandi.

Fyrsti leikur hans gæti komið strax á miðvikudag þegar Rangers sækir erkifjendurna í Celtic heim í skosku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert