Albert beint í fallbaráttuna

Albert Guðmundsson mun freista þess að hjálpa Genoa að halda …
Albert Guðmundsson mun freista þess að hjálpa Genoa að halda sæti sínu í ítölsku A-deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Albert Guðmundsson verður áttundi íslenski knattspyrnumaðurinn sem spilar í ítölsku A-deildinni í karlaflokki, frá því langafi hans og alnafni lék þar með AC Milan veturinn 1948-49.

Hann gekk í gær til liðs við Genoa sem keypti hann af AZ Alkmaar í Hollandi fyrir 1,2 milljónir evra. Það samsvarar um 173 milljónum íslenskra króna en í gær voru síðustu forvöð fyrir AZ til að selja Albert sem að öðrum kosti hefði farið frá félaginu án greiðslu í sumar. Lokað var fyrir félagaskiptin á Ítalíu klukkan 19 í gærkvöld.

Albert verður fyrstur Íslendinga til að spila með Genoa sem er elsta knattspyrnufélag Ítalíu, 128 ára gamalt. Genoa hefur níu sinnum orðið ítalskur meistari en vann alla þá titla á árunum 1898 til 1924. Síðasta stóra titilinn vann félagið árið 1937 þegar það varð ítalskur bikarmeistari.

Genoa er í dag næstneðst í deildinni, fimm stigum frá því að komast úr fallsæti þegar 15 umferðum er ólokið af 38, og hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu en gert tíu jafntefli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert