Forráðamenn knattspyrnuliðs París SG í Frakklandi íhugaðu það alvarlega að reka argentínska stjórann Mauricio Pochettino í janúar.
Það er Le Parisien sem greinir frá þessu. Pochettino, sem er 49 ára gamall, tók við liði París SG í janúar 2021 eftir að Thomas Tuchel var rekinn.
Argentínski stjórinn var sterklega orðaður við Manchester United þegar Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári.
Pochettino gerði frábæra hluti með Tottenham á Englandi en hann er sagður spenntur fyrir því að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik.
París SG missti af Frakklandsmeistaratitilinum á síðustu leiktíð en liðið hefur tíu stiga forskot á toppi deildarinnar í ár.