Blikar höfðu betur gegn B-liði Brentford

Kristinn Steindórsson var á skotskónum fyrir Blika.
Kristinn Steindórsson var á skotskónum fyrir Blika. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Karlalið Breiðabliks í knattspyrnu mætti í kvöld  B-liði enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford á Atlantic-æfingamótinu og hafði þar góðan sigur.

Varnarjaxlinn Damir Muminovic kom Blikum á bragðið eftir hálftíma leik og Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu.

Tristan Crama minnkaði muninn fyrir Brentford B á 77. mínútu og þrátt fyrir mikla pressu liðsins undir lok leiks reyndust 2:1 vera lokatölur.

Næsti leikur Blika á mótinu er á sunnudaginn þegar liðið mun mæta Elíasi Rafni Ólafssyni og félögum í Midtjylland.

Midtjylland tapaði 0:1 fyrir Zenit frá Sankti Pétursborg fyrr í dag og þar lék Elías Rafn allan leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert