Knattspyrnustjórinn Steve Bruce er tekinn við stjórnartaumunum hjá enska B-deildarliðinu West Bromwich Albion. Semur hann til hálfs annars árs.
Bruce var rekinn frá úrvalsdeildarliði Newcastle United í október síðastliðnum eftir að nýir eigendur frá Sádi-Arabíu keyptu félagið.
Nú fær hann tækifæri hjá WBA sem rak Frakkann Valerien Ismael í vikunni.
Bruce hefur áður stýrt Aston Villa og Birmingham City, nágrannaliðum WBA.
Hann er 61. árs gamall og er starfið hjá WBA hans tólfta á stjóraferlinum.
WBA er í 6. sæti ensku B-deildarinnar, sem er síðasta umspilssætið um sæti í ensku úrvalsdeildinni.