Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool og senegalska landsliðsins í knattspyrnu, greiddi fyrir flugmiða og aðgöngumiða 50 stuðningsmanna Senegal á leik liðsins gegn Búrkína Fasó í undanúrslitum Afríkumótsins í Kamerún í gærkvöldi.
Senegal vann leikinn 3:1 og tryggði sér þannig sæti í úrslitaleik mótsins, þar sem annað hvort heimamenn í Kamerún eða Egyptaland bíða.
Mané, sem skoraði eitt mark og lagði upp annað í leiknum í gær, borgaði fyrir allt saman úr eigin vasa og hefur lofað því að hann muni gera slíkt hið sama fyrir fleiri stuðningsmenn fyrir úrslitaleikinn á sunnudag.
Ganversku íþróttablaðamennirnir Rahman Osman og Saddick Adams greindu frá þessu á twitteraðgöngum sínum í dag.
Liverpool star Sadio Mane flew 50 Senegalese fans to Cameroon from his own pocket to watch yesterday's semi-final vs Burkina Faso.
— Saddick Adams (@SaddickAdams) February 3, 2022
He has promised to pay for more fans to fly in for the final on Sunday.
Via @iamrahmanosman pic.twitter.com/8p99ifPiPC