Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba mun snúa aftur í leikmannahóp Manchester United þegar liðið tekur á móti B-deildarliðinu Middlesbrough í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar annað kvöld.
Pogba meiddist illa á nára á æfingu með franska landsliðinu í byrjun nóvember og hefur því verið frá keppni um þriggja mánaða skeið.
„Paul verður hluti af hópnum. Hann gæti jafnvel verið í byrjunarliðinu,“ sagði Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri United á blaðamannafundi í dag.